Á þessari síðu er að finna opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.
Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir með sama hætti af Staðlaráði. Opinber birting staðla sem heyra undir aðrar tilskipanir en byggingarvörutilskipun er ekki á hendi Staðlaráðs. Vöktunin og uppfærslan fara fram ársfjórðungslega. Þeir sem hyggjast nota tiltekinn staðal og styðjast við þessa opinberu birtingu skyldu því ávallt ganga úr skugga um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á staðlalistunum. Nýjustu upplýsingar um samhæfða evrópska staðla fyrir byggingarvörur er að finna hér
Fyrst sýnir listinn alla samhæfða staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014 (engin leitarskilyrði). Til að finna samhæfða staðla um tiltekið efni er leitað eftir tækninefnd. Hægt er að slá inn númer staðals til að athuga hvort hann heyri undir umrædd lög og tilskipun. Dæmi: Til að athuga staðalinn ÍST EN 13282-1 er aðeins slegið inn heiltölunúmer hans: [13282]
Hægt er að fá nánari upplýsingar um fundinn staðal með því að smella á heiti hans.
Forskeyti og númer | Heiti | Tækninefnd | Má nota frá | Ber að nota eftir |
---|---|---|---|---|
ÍST EN 14516:2006+A1:2010 | Baðkör til heimilisnota | Hreinlætistæki (CEN/TC 163) | 1.5.2011 | 1.5.2012 |
ÍST EN 14527:2006+A1:2010 | Sturtubotnar til heimilisnota | Hreinlætistæki (CEN/TC 163) | 1.5.2011 | 1.5.2012 |
ÍST EN 14528:2007 | Skolskálar - Kröfur og prófunaraðferðir | Hreinlætistæki (CEN/TC 163) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 14545:2008 | Timburvirki – Tenglar - Kröfur | Timburvirki (CEN/TC 124) | 1.8.2009 | 1.8.2010 |
ÍST EN 14566:2008+A1:2009 | Festingar fyrir gifsplötukerfi - Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir | Gifs og vörur úr gifsi (CEN/TC 241) | 1.5.2010 | 1.11.2010 |
ÍST EN 14592:2008+A1:2012 | Timburvirki – Festingar – Kröfur | Timburvirki (CEN/TC 124) | 1.3.2013 | 1.7.2013 |
ÍST EN 14604:2005 | Reykskynjarar með hljóðgjafa | Brunaviðvörunarkerfi (CEN/TC 72) | 1.5.2006 | 1.8.2008 |
ÍST EN 14604:2005/AC:2008 | Reykskynjarar með hljóðgjafa | Brunaviðvörunarkerfi (CEN/TC 72) | 1.8.2009 | 1.8.2009 |
ÍST EN 14647:2005 | Kalsíumálsement - Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur | Sement og byggingarlím (CEN/TC 51) | 1.8.2006 | 1.8.2007 |
ÍST EN 14647:2005/AC:2006 | Kalsíumálsement - Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur | Sement og byggingarlím (CEN/TC 51) | 1.1.2008 | 1.1.2008 |
ÍST EN 14680:2006 | Lím fyrir þrýstingslausar lagnir úr hitadeigu plasti – Eiginleikar | Lím (CEN/TC 193) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 14688:2006 | Hreinlætistæki – Handlaugar – Kröfur og prófunaraðferðir | Hreinlætistæki (CEN/TC 163) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 14695:2010 | Sveigjanleg rakavarnarlög – Styrkt rakavarnarlög úr biki fyrir steyptar brýr og önnur steypt yfirborð sem ætluð eru fyrir umferð – Skilgreiningar og eiginleikar | Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar (CEN/TC 254) | 1.10.2010 | 1.10.2011 |
ÍST EN 14716:2004 | Strekktir loftdúkar - Kröfur og prófunaraðferðir | Strekktir loftdúkar (CEN/TC 357) | 1.10.2005 | 1.10.2006 |
ÍST EN 14782:2006 | Sjálfberandi málmplötur til þak- og veggklæðningar innan- og utanhúss – Vörueiginleikar og kröfur | Ósamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) | 1.11.2006 | 1.11.2007 |
ÍST EN 14783:2013 | Málmplötur til þak- og veggklæðningar innan- og utanhúss á berandi fleti - Vörueiginleikar og kröfur | Ósamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) | 8.8.2014 | 8.8.2015 |
ÍST EN 14800:2007 | Slöngukerfi úr bylgjumálmi til nota við tengingu heimilistækja sem nota gaseldsneyti | Handstýrðir kúlulokar fyrir gas og að hluta til nota í öðrum tilgangi sem ekki eru ætlaðir til iðnaðarnota (CEN/TC 236) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 14814:2007 | Límefni fyrir hitadeigar rörlagnir fyrir vökva undir þrýstingi – Eiginleikar | Lím (CEN/TC 193) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 14843:2007 | Forsteyptar steinsteypuvörur - Stigar | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 14844:2006+A2:2011 | Forsteyptar steinsteypuvörur – Holkassar | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 1.9.2012 | 1.9.2013 |