Á þessari síðu er að finna opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.
Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir með sama hætti af Staðlaráði. Opinber birting staðla sem heyra undir aðrar tilskipanir en byggingarvörutilskipun er ekki á hendi Staðlaráðs. Vöktunin og uppfærslan fara fram ársfjórðungslega. Þeir sem hyggjast nota tiltekinn staðal og styðjast við þessa opinberu birtingu skyldu því ávallt ganga úr skugga um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á staðlalistunum. Nýjustu upplýsingar um samhæfða evrópska staðla fyrir byggingarvörur er að finna hér
Fyrst sýnir listinn alla samhæfða staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014 (engin leitarskilyrði). Til að finna samhæfða staðla um tiltekið efni er leitað eftir tækninefnd. Hægt er að slá inn númer staðals til að athuga hvort hann heyri undir umrædd lög og tilskipun. Dæmi: Til að athuga staðalinn ÍST EN 13282-1 er aðeins slegið inn heiltölunúmer hans: [13282]
Hægt er að fá nánari upplýsingar um fundinn staðal með því að smella á heiti hans.
Forskeyti og númer | Heiti | Tækninefnd | Má nota frá | Ber að nota eftir |
---|---|---|---|---|
ÍST EN 15037-1:2008 | Forsteyptar steinsteypuvörur – Bitagólf með þvereiningum - Hluti 1: Bitar | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 1.1.2010 | 1.1.2011 |
ÍST EN 15037-4:2010+A1:2013 | Forsteyptar steinsteypuvörur – Bitagólf með þvereiningum – Hluti 4: Þvereiningar úr þöndu pólýstýreni | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 8.8.2014 | 8.8.2015 |
ÍST EN 15048-1:2007 | Óforspenntar boltasamstæður með burðarhlutverk – Hluti 1: Almennar kröfur | Festingar (CEN/TC 185) | 1.1.2008 | 10.1.2009 |
ÍST EN 15050:2007+A1:2012 | Forsteyptar steinsteypuvörur - Brúarefni | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 1.12.2012 | 1.12.2012 |
ÍST EN 15069:2008 | Öryggistengilokar fyrir málmleiðslur í gaskerfum til nota við tengingu heimilistækja sem nota gaseldsneyti | Handstýrðir kúlulokar fyrir gas og að hluta til nota í öðrum tilgangi sem ekki eru ætlaðir til iðnaðarnota (CEN/TC 236) | 1.1.2009 | 1.1.2010 |
ÍST EN 15088:2005 | Ál og álblöndur - Burðarhlutar í byggingarmannvirki - Tæknileg skilyrði fyrir skoðun og afhendingu | Ál og álblöndur (CEN/TC 132) | 1.10.2006 | 1.10.2007 |
ÍST EN 15102:2007+A1:2011 | Veggklæðningar til skrauts - Vörur í rúllu- og plötuformi | Veggklæðningar (CEN/TC 99) | 1.7.2012 | 1.7.2012 |
ÍST EN 15167-1:2006 | Malað, kornað brennsluofnagjall til nota í steinsteypu, múr og þunnfljótandi múr - Hluti 1: Skilgreiningar, eiginleikar og samræmisskilyrði | Steinsteypa og skyld efni (CEN/TC 104) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 15250:2007 | Kynditæki sem nota fast eldsneyti – Kröfur og prófunaraðferðir | Tæki fyrir fast eldsneyti í heimahúsi (CEN/TC 295) | 1.1.2008 | 1.1.2010 |
ÍST EN 15258:2008 | Forsteyptar steinsteypuvörur -Stoðveggeiningar | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 1.1.2010 | 1.1.2011 |
ÍST EN 15274:2015 | Límefni til almennrar notkunar í burðarvirki - Kröfur og prófunaraðferðir | Lím (CEN/TC 193) | 13.11.2015 | 13.11.2016 |
ÍST EN 15275:2015 | Límefni til nota í burðarvirkjum - Eiginleikar loftfirrtra límefna til nota við samása samsetningar í byggingum og mannvirkjum | Lím (CEN/TC 193) | 13.11.2015 | 13.11.2016 |
ÍST EN 15283-2:2008+A1:2009 | Gifsplötur með trefjastyrkingu – Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir – Hluti 2: Gifstrefjaplötur | Gifs og vörur úr gifsi (CEN/TC 241) | 1.6.2010 | 1.6.2011 |
ÍST EN 15283-1:2008+A1:2009 | Gifsplötur með trefjastyrkingu – Skilgreiningar, kröfur og prófunaraðferðir – Hluti 1: Gifsplötur með mottustyrkingu – | Gifs og vörur úr gifsi (CEN/TC 241) | 1.6.2010 | 1.6.2011 |
ÍST EN 15285:2008 | Brotasteinn – Gólfflísaeiningar (til nota innan- og utandyra) | Náttursteinn (CEN/TC 246) | 1.1.2009 | 1.1.2010 |
ÍST EN 15285:2008/AC:2008 | Brotasteinn – Gólfflísaeiningar (til nota innan- og utandyra) | Náttursteinn (CEN/TC 246) | 1.1.2009 | 1.1.2009 |
ÍST EN 15286:2013 | Brotasteinn – Hellur og flísar til nota í veggklæðningar (innan- og utanhúss) | Náttursteinn (CEN/TC 246) | 8.8.2014 | 8.8.2015 |
ÍST EN 15322:2013 | Jarðbik og jarðbiksbindiefni – Flokkunarkerfi til nota við tilgreiningu á þunnbiki og þjálbiki | Jarðbiksbindiefni (CEN/TC 336) | 8.8.2014 | 8.8.2015 |
ÍST EN 15368:2008+A1:2010 | Rakavirk bindiefni án burðarhlutverks - Skilgreining, eiginleikar og samræmisskilyrði | Sement og byggingarlím (CEN/TC 51) | 1.9.2011 | 1.9.2012 |
ÍST EN 15381:2008 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Kröfur vegna nota í slitlögum og malbiksklæðningum | Þéttilög (CEN/TC 189) | 1.1.2010 | 1.1.2011 |