Um vefinn

Þessari síðu er haldið úti samkvæmt samkomulagi við Mannvirkjastofnun. Síðan er vettvangur fyrir opinbera birtingu samhæfðra staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011. Samkvæmt Reglugerð um birtingu tilvísana til staðla um byggingarvörur, nr. 665/2016, og samkomulagi við Mannvirkjastofnun sér Staðlaráð Íslands um að vakta og uppfæra listana yfir umrædda samhæfða staðla.

Vefurinn er einnig hugsaður sem verkfæri fyrir þá sem þurfa að CE-merkja byggingarvörur eða styðjast við samhæfða íslenska staðla fyrir byggingarvörur með einhverjum hætti.

Nánari upplýsingar fást hjá Staðlaráði Íslands.