Á þessari síðu er að finna opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.
Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir með sama hætti af Staðlaráði. Opinber birting staðla sem heyra undir aðrar tilskipanir en byggingarvörutilskipun er ekki á hendi Staðlaráðs. Vöktunin og uppfærslan fara fram ársfjórðungslega. Þeir sem hyggjast nota tiltekinn staðal og styðjast við þessa opinberu birtingu skyldu því ávallt ganga úr skugga um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á staðlalistunum. Nýjustu upplýsingar um samhæfða evrópska staðla fyrir byggingarvörur er að finna hér
Fyrst sýnir listinn alla samhæfða staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014 (engin leitarskilyrði). Til að finna samhæfða staðla um tiltekið efni er leitað eftir tækninefnd. Hægt er að slá inn númer staðals til að athuga hvort hann heyri undir umrædd lög og tilskipun. Dæmi: Til að athuga staðalinn ÍST EN 13282-1 er aðeins slegið inn heiltölunúmer hans: [13282]
Hægt er að fá nánari upplýsingar um fundinn staðal með því að smella á heiti hans.
Forskeyti og númer | Heiti | Tækninefnd | Má nota frá | Ber að nota eftir |
---|---|---|---|---|
ÍST EN 13256:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð jarðganga og neðanjarðarvirkja | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13257:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við förgun á föstum úrgangi | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13263-1:2005+A1:2009 | Kísilryk í steinsteypu - Hluti 1: Skilgreiningar, kröfur og samræmisskilyrði | Steinsteypa og skyld efni (CEN/TC 104) | 1.1.2010 | 1.1.2011 |
ÍST EN 13265:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð mannvirkja fyrir fljótandi úrgang | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13279-1:2008 | Yfirborðsefni úr gifsi og gifsblöndum - 1. hluti: Skilgreiningar og kröfur | Gifs og vörur úr gifsi (CEN/TC 241) | 1.10.2009 | 1.10.2010 |
ÍST EN 13282-1:2013 | Rakavirk bindiefni til vegagerðar - Hluti 1: Rakavirk bindiefni til vegagerðar með hraðherslu - Samsetning, eiginleikar og samræmiskröfur | Sement og byggingarlím (CEN/TC 51) | 1.11.2013 | 1.11.2014 |
ÍST EN 13310:2003 | Eldhúsvaskar - Kröfur og prófunaraðferðir | Hreinlætistæki (CEN/TC 163) | 1.2.2004 | 1.2.2006 |
ÍST EN 13341:2005+A1:2011 | Hitadeigir fastir plasttankar til ofanjarðargeymslu á húshitunarolíu, steinolíu og dísilolíu - Tankar úr blástursmótuðu pólýetýleni, snúningsmótuðu pólýetýleni og pólýamíð 6 sem framleitt er með anjónískri fjölliðun - Kröfur og prófunaraðferðir | Hitadeigir fastir plasttankar (CEN/TC 266) | 1.10.2011 | 1.10.2011 |
ÍST EN 13361:2004 | Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er vegna nota við gerð uppistöðulóna og jarðstíflna | Þéttilög (CEN/TC 189) | 1.9.2005 | 1.9.2006 |
ÍST EN 13361:2004/A1:2006 | Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er vegna nota við gerð uppistöðulóna og jarðstíflna | Þéttilög (CEN/TC 189) | 1.6.2007 | 1.6.2008 |
ÍST EN 13362:2005 | Þéttilög úr blöndu af jarðvegi og gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er við gerð vatnsvega | Þéttilög (CEN/TC 189) | 1.2.2006 | 1.2.2007 |
ÍST EN 13383-1:2002 | Grjótvörn - 1. hluti: Eiginleikar | Fylliefni (CEN/TC 154) | 1.3.2003 | 1.6.2004 |
ÍST EN 13383-1:2002/AC:2004 | Grjótvörn - 1. hluti: Eiginleikar | Fylliefni (CEN/TC 154) | 1.1.2010 | 1.1.2010 |
ÍST EN 13407:2006 | Vegghengdar þvagskálar - Kröfur og prófunaraðferðir | Hreinlætistæki (CEN/TC 163) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |
ÍST EN 13450:2002 | Fylliefni til nota í brautarteinastæði | Fylliefni (CEN/TC 154) | 1.10.2003 | 1.6.2004 |
ÍST EN 13450:2002/AC:2004 | Fylliefni til nota í brautarteinastæði | Fylliefni (CEN/TC 154) | 1.1.2007 | 1.1.2007 |
ÍST EN 13454-1:2004 | Bindiefni, samsett bindiefni og verksmiðjuframleiddar blöndur með kalsíumsúlfati til nota í gólfílagnir - 1. hluti: Skilgreiningar og kröfur | Gifs og vörur úr gifsi (CEN/TC 241) | 1.7.2005 | 1.7.2006 |
ÍST EN 13479:2017 | Suðufylliefni - Almennur vörustaðall um fyllimálma og fylliduft til nota við samsuðu málmefna | Suða og tengd ferli (CEN/TC 121) | 9.3.2018 | 9.3.2019 |
ÍST EN 13491:2004 | Þéttilög úr blöndu af jarðvegi gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er vegna þéttingar við gerð gangna og neðanjarðarmannvirkja | Þéttilög (CEN/TC 189) | 1.9.2005 | 1.9.2006 |
ÍST EN 13491:2004/A1:2006 | Þéttilög úr blöndu af jarðvegi gerviefnum - Eiginleikar sem krafist er vegna þéttingar við gerð gangna og neðanjarðarmannvirkja | Þéttilög (CEN/TC 189) | 1.6.2007 | 1.6.2008 |