Á þessari síðu er að finna opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.
Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir með sama hætti af Staðlaráði. Opinber birting staðla sem heyra undir aðrar tilskipanir en byggingarvörutilskipun er ekki á hendi Staðlaráðs. Vöktunin og uppfærslan fara fram ársfjórðungslega. Þeir sem hyggjast nota tiltekinn staðal og styðjast við þessa opinberu birtingu skyldu því ávallt ganga úr skugga um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á staðlalistunum. Nýjustu upplýsingar um samhæfða evrópska staðla fyrir byggingarvörur er að finna hér
Fyrst sýnir listinn alla samhæfða staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014 (engin leitarskilyrði). Til að finna samhæfða staðla um tiltekið efni er leitað eftir tækninefnd. Hægt er að slá inn númer staðals til að athuga hvort hann heyri undir umrædd lög og tilskipun. Dæmi: Til að athuga staðalinn ÍST EN 13282-1 er aðeins slegið inn heiltölunúmer hans: [13282]
Hægt er að fá nánari upplýsingar um fundinn staðal með því að smella á heiti hans.
Forskeyti og númer | Heiti | Tækninefnd | Má nota frá | Ber að nota eftir |
---|---|---|---|---|
ÍST EN 13165:2012+A2:2016 | Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr stífu pólýúretanfrauði (PUR)- Kröfur | Varmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) | 14.10.2016 | 14.10.2017 |
ÍST EN 13166:2012+A2:2016 | Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr fenólfrauði (PF)- Kröfur | Varmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) | 14.10.2016 | 14.10.2017 |
ÍST EN 13167:2012+A1:2015 | Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr frauðgleri (CG) - Kröfur | (CEN/) | 10.7.2015 | 10.7.2016 |
ÍST EN 13168:2012+A1:2015 | Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr tréull (WW) - Kröfur | Varmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) | 10.7.2015 | 10.7.2016 |
ÍST EN 13169:2012+A1:2015 | Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndum perlusteini (EPS) - Kröfur | Varmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) | 10.7.2015 | 10.7.2016 |
ÍST EN 13170:2012+A1:2015 | Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndum korki (ICB) - Kröfur | Varmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) | 10.7.2015 | 10.7.2016 |
ÍST EN 13171:2012+A1:2015 | Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr viðartrefjum (WF) - Kröfur | Varmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) | 10.7.2015 | 10.7.2016 |
ÍST EN 13224:2011 | Forsteyptar steinsteypuvörur - Rifjaplötur | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 1.8.2012 | 1.8.2013 |
ÍST EN 13225:2013 | Forsteyptar steinsteypuvörur - Bita- og súlueiningar í byggingar | Forsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) | 8.8.2014 | 8.8.2015 |
ÍST EN 13241:2003+A2:2016 | Hurðir og hlið á iðnaðar-, verslunar- og verkstæðisbyggingar - Vörustaðall, eiginleikar í notkun | Dyr, gluggar, gluggahlerar og járnvara í byggingar og ekki berandi útveggir (CEN/TC 33) | 1.11.2016 | 1.11.2017 |
ÍST EN 13242:2002+A1:2007 | Óbundin fylliefni og fylliefni bundin með vatnshverfum bindiefnum til notkunar í mannvirki og vegagerð | Fylliefni (CEN/TC 154) | 1.1.2009 | 1.1.2010 |
ÍST EN 13245-2:2008/AC:2009 | Plastefni – Prófílar úr ómýktu pólývínylklóríði (PVC-U) til nota í byggingar – Hluti 2: Prófílar til nota utanhúss og innanhúss á veggi og í loft | Plast (CEN/TC 249) | 1.7.2010 | 1.7.2010 |
ÍST EN 13245-2:2008 | Plastefni – Prófílar úr ómýktu pólývínylklóríð (PVC-U) til nota í byggingar – Hluti 2: Prófílar til nota utanhúss og innanhúss á veggi og í loft | Plast (CEN/TC 249) | 1.7.2010 | 1.7.2012 |
ÍST EN 13249:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð vega og annarra umferðarsvæða (undanskilin er notkun við lagningu járnbrauta og malbiksslitlaga) | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13250:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við lagningu járnbrauta | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13251:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við jarðvegsframkvæmdir og gerð undirstaða og stoðvirkja | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13252:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð þerrikerfa | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13253:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð mannvirkja til varnar landeyðingu (sjóvarnargarðar, varnargarðar á bökkum áa og vatna) | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13254:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð uppistöðulóna og stíflna | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |
ÍST EN 13255:2016 | Jarðvegsdúkar og tengdar vörur - Eiginleikar sem krafist er við gerð vatnsvega | Þéttilög (CEN/TC 189) | 10.3.2017 | 10.3.2018 |