Samhæfðir staðlar - Byggingarvörur

Á þessari síðu er að finna opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.

Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir með sama hætti af Staðlaráði. Opinber birting staðla sem heyra undir aðrar tilskipanir en byggingarvörutilskipun er ekki á hendi Staðlaráðs. Vöktunin og uppfærslan fara fram ársfjórðungslega. Þeir sem hyggjast nota tiltekinn staðal og styðjast við þessa opinberu birtingu skyldu því ávallt ganga úr skugga um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á staðlalistunum. Nýjustu upplýsingar um samhæfða evrópska staðla fyrir byggingarvörur er að finna hér

Fyrst sýnir listinn alla samhæfða staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014 (engin leitarskilyrði). Til að finna samhæfða staðla um tiltekið efni er leitað eftir tækninefnd. Hægt er að slá inn númer staðals til að athuga hvort hann heyri undir umrædd lög og tilskipun. Dæmi: Til að athuga staðalinn ÍST EN 13282-1 er aðeins slegið inn heiltölunúmer hans: [13282]

Hægt er að fá nánari upplýsingar um fundinn staðal með því að smella á heiti hans.

Fann 551 staðla
Forskeyti og númerHeitiTækninefndMá nota fráBer að nota eftir
ÍST EN 14846:2008Járnvara í byggingar - Lásar og læsingar - Raflæsingar og slúttjárn -Kröfur og prófunaraðferðirDyr, gluggar, gluggahlerar og járnvara í byggingar og ekki berandi útveggir (CEN/TC 33) 1.9.20111.9.2012
ÍST EN 14889-2:2006Trefjar í steinsteypu - Hluti 2: Fjölliðutrefjar - Skilgreining, eiginleikar og samræmiSteinsteypa og skyld efni (CEN/TC 104) 1.6.20071.6.2008
ÍST EN 14889-1:2006Trefjar í steinsteypu - Hluti 1: Stáltrefjar - Skilgreining, eiginleikar og samræmiSteinsteypa og skyld efni (CEN/TC 104) 1.6.20071.6.2008
ÍST EN 14891:2012/AC:2012Ógegndræp efni sem lögð eru í fljótandi formi til nota undir keramikflísar sem festar eru með límefnum - Kröfur, prófunaraðferðir, samræmismat, flokkun og merkingKeramikflísar (CEN/TC 67) 1.3.20131.3.2013
ÍST EN 14891:2012Ógegndræp efni sem lögð eru í fljótandi formi til nota undir keramikflísar sem festar eru með límefnum - Kröfur, prófunaraðferðir, samræmismat, flokkun og merkingKeramikflísar (CEN/TC 67) 1.3.20131.3.2014
ÍST EN 14904:2006Yfirborðsefni á íþróttasvæði – Gólfefni til fjölíþróttanota – EiginleikarYfirborðsefni á íþróttasvæði (CEN/TC 217) 1.2.20071.2.2008
ÍST EN 14909:2012Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar – Rakaþétt lög úr plasti og gúmmíi – Skilgreiningar og eiginleikarSveigjanleg lög til vatnsþéttingar (CEN/TC 254) 1.3.20137.7.2013
ÍST EN 14915:2013Gegnheill viðarpanell og klæðningar – Eiginleikar, samræmismat og merkingSívalt og sagað timbur (CEN/TC 175) 8.8.20148.8.2015
ÍST EN 14933:2007Léttar fylli- og einangrunarvörur til nota við mannvirkjagerð - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu pólýstýreni (EPS) - EiginleikarVarmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) 1.7.20081.7.2009
ÍST EN 14934:2007Léttar fylli- og einangrunarvörur til nota við mannvirkjagerð - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þrýstimótuðu pólýstýrenfrauði (XPS) - EiginleikarVarmaeinangrun, efni og vara (CEN/TC 88) 1.7.20081.7.2009
ÍST EN 14963:2006Þakefni – Samfelld ofanljós úr plasti með eða án burðarramma – Flokkun, kröfur og prófunaraðferðirÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.8.20091.8.2012
ÍST EN 14964:2006Stíf undirlög undir þakklæðningar – Skilgreiningar og eiginleikarÓsamfellt þakefni og efni fyrir til veggklæðningar (CEN/TC 128) 1.1.20081.1.2009
ÍST EN 14967:2006Sveigjanleg lög til vatnsþéttingar – Rakaþétt biklög – Skilgreiningar og eiginleikarSveigjanleg lög til vatnsþéttingar (CEN/TC 254) 1.3.20071.3.2008
ÍST EN 14989-2:2007Reykháfar og loftrásarkerfi fyrir rýmiseinangruð tæki - Kröfur og prófunaraðferðir - Hluti 2: Reykrör og loftrásarkerfi fyrir stök rýmiseinangruð tækiReykháfar (CEN/TC 166) 1.1.20091.1.2010
ÍST EN 14989-1:2007Reykháfar – Kröfur og prófunaraðferðir fyrir málmreykháfa og loftrásir úr hvers kyns efnum fyrir lokaða rýmishitara – Hluti 1: Lóðréttar hettur fyrir búnað af gerðinni C6Reykháfar (CEN/TC 166) 1.1.20081.1.2009
ÍST EN 14991:2007Forsteyptar steinsteypuvörur – UndirstöðueiningarForsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) 1.1.20081.1.2009
ÍST EN 14992:2007+A1:2012Forsteyptar steinsteypuvörur – VeggeiningarForsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) 1.4.20131.7.2013
ÍST EN 15037-1:2008Forsteyptar steinsteypuvörur – Bitagólf með þvereiningum - Hluti 1: BitarForsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) 1.1.20101.1.2011
ÍST EN 15037-4:2010+A1:2013Forsteyptar steinsteypuvörur – Bitagólf með þvereiningum – Hluti 4: Þvereiningar úr þöndu pólýstýreniForsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) 8.8.20148.8.2015
ÍST EN 15037-2:2009+A1:2011Forsteyptar steinsteypuvörur - Bitagólf með þvereiningum - Hluti 2: Þvereiningar úr steinsteypuForsteyptar steinsteypuvörur (CEN/TC 229) 1.12.20111.12.2012