Á þessari síðu er að finna opinbera birtingu á listum yfir samhæfða evrópska staðla um byggingarvörur, sem Staðlaráð hefur staðfest sem íslenska staðla, skv. 8. grein laga um byggingarvörur nr. 114/2014. Umrædd lög eru íslensk innleiðing á reglugerð ESB nr. 305/2011.
Staðlar sem heyra undir aðrar vörutilskipanir ESB eru ekki vaktaðir með sama hætti af Staðlaráði. Opinber birting staðla sem heyra undir aðrar tilskipanir en byggingarvörutilskipun er ekki á hendi Staðlaráðs. Vöktunin og uppfærslan fara fram ársfjórðungslega. Þeir sem hyggjast nota tiltekinn staðal og styðjast við þessa opinberu birtingu skyldu því ávallt ganga úr skugga um hvort einhverjar breytingar hafi orðið á staðlalistunum. Nýjustu upplýsingar um samhæfða evrópska staðla fyrir byggingarvörur er að finna hér
Fyrst sýnir listinn alla samhæfða staðla sem heyra undir reglugerð ESB nr. 305/2011 og lög um byggingarvörur nr. 114/2014 (engin leitarskilyrði). Til að finna samhæfða staðla um tiltekið efni er leitað eftir tækninefnd. Hægt er að slá inn númer staðals til að athuga hvort hann heyri undir umrædd lög og tilskipun. Dæmi: Til að athuga staðalinn ÍST EN 13282-1 er aðeins slegið inn heiltölunúmer hans: [13282]
Hægt er að fá nánari upplýsingar um fundinn staðal með því að smella á heiti hans.
Forskeyti og númer | Heiti | Tækninefnd | Má nota frá | Ber að nota eftir |
---|---|---|---|---|
ÍST EN 1457-1:2012 | Reykháfar – Reykrör í loftrásir úr leir eða keramik - Hluti 1: Reykrör sem starfa við þurrar aðstæður - Kröfur og prófunaraðferðir | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.11.2012 | 1.11.2013 |
ÍST EN 1457-2:2012 | Reykháfar – Reykrör í loftrásir úr leir eða keramik - Hluti 2: Reykrör sem starfa við blautar aðstæður - Kröfur og prófunaraðferðir | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.11.2012 | 1.11.2013 |
ÍST EN 1806:2006 | Reykháfar – Reykrörseiningar úr leir eða keramík fyrir einfalda reykháfa - Kröfur og prófunaraðferðir | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.5.2007 | 1.5.2008 |
ÍST EN 1856-1:2009 | Reykháfar - Kröfur til reykháfa úr málmi - Hluti 1: Hlutar í reykháfakerfi | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.3.2010 | 1.3.2011 |
ÍST EN 1856-2:2009 | Reykháfar - Nothæfiskröfur til reykháfa úr málmi - 2. hluti: Málmfóðringar og reykrör til tenginga | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.3.2010 | 1.3.2011 |
ÍST EN 1857:2010 | Reykháfar - Einingar - Reykrörsfóðringar úr steinsteypu | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.1.2011 | 1.1.2012 |
ÍST EN 1858:2008+A1:2011 | Reykháfar - Einingar - Reykrörseiningar úr steinsteypu | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.4.2012 | 1.4.2013 |
ÍST EN 12446:2011 | Reykháfar - Einingar - Ytri veggeiningar úr steinsteypu | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.4.2012 | 1.4.2013 |
ÍST EN 13063-1:2005+A1:2007 | Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr leir eða keramik - 1. hluti: Kröfur og aðferðir við prófun á eldþoli við sótbruna | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.5.2008 | 1.5.2009 |
ÍST EN 13063-2:2005+A1:2007 | Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr leir eða keramik - 2. hluti: Kröfur og prófunaraðferðir við rakar aðstæður | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.5.2008 | 1.5.2009 |
ÍST EN 13063-3:2007 | Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr leir eða keramik - Hluti 3: Kröfur og prófunaraðferðir fyrir loftrásarreykháfa | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.5.2008 | 1.5.2009 |
ÍST EN 13069:2005 | Reykháfar - Ytri veggir úr leir eða keramík fyrir reykháfakerfi - Kröfur og prófunaraðferðir | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.5.2006 | 1.5.2007 |
ÍST EN 13502:2002 | Reykháfar - Kröfur og prófunaraðferðir fyrir hettur úr keramik á reykháfa | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.8.2003 | 1.8.2004 |
ÍST EN 14471:2013+A1:2015 | Reykháfar - Reykháfakerfi með reykrörsfóðringum úr plasti - Kröfur og prófunaraðferðir | Reykháfar (CEN/TC 166) | 10.7.2015 | 10.7.2016 |
ÍST EN 14989-2:2007 | Reykháfar og loftrásarkerfi fyrir rýmiseinangruð tæki - Kröfur og prófunaraðferðir - Hluti 2: Reykrör og loftrásarkerfi fyrir stök rýmiseinangruð tæki | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.1.2009 | 1.1.2010 |
ÍST EN 14989-1:2007 | Reykháfar – Kröfur og prófunaraðferðir fyrir málmreykháfa og loftrásir úr hvers kyns efnum fyrir lokaða rýmishitara – Hluti 1: Lóðréttar hettur fyrir búnað af gerðinni C6 | Reykháfar (CEN/TC 166) | 1.1.2008 | 1.1.2009 |